Nesvellir halda sumarhátíð í dag
Nesvellir halda sumar- og fjölskylduhátíð í dag í tilefni þess að nú er tvö ár liðin frá opnun þeirra. Dagskráin verður á milli kl. 14 og 16 en þá ætla eldri borgarar að grilla pylsur og bjóða í kaffi. Harmonikufélagar verða á staðnum og boðið verður upp á danssýningu eldri og yngri borgara. Auk þess munu línudansarar stíga á svið og á staðnum verður hoppukastali fyrir börnun. Þeir sem vilja geta svo skoðað fullbúna íbúð sem verður til sýnis á Nesvöllum í dag. Allir eru hjartanlega velkomnir.
VFmynd/elg – Það er oft dansfjör á Nesvöllum.