Mannlíf

Nesvellir fagna tíu ára afmæli
Föstudagur 8. júní 2018 kl. 07:00

Nesvellir fagna tíu ára afmæli

Nesvellir, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara á Suðurnesjum, voru formlega opnaðir 14. júní 2008 en þá gróðursettu fulltrúar þriggja kynslóða af íslenskum og pólskum uppruna þrjú tré við Nesvelli. Nesvellir eiga því 10 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni blása, Nesvellir, Hrafnista og Reykjanesbær til afmælishátíðar föstudaginn 8.júní næstkomandi.

Hátíðin hefst með opnun á handverks- og sölusýningu kl. 10 sem verður opin fram eftir degi en eldri borgurum býðst að sækja handverksnámskeið af ýmsu tagi innan félagsstarfs eldri borgara og er sýningin afrakstur vinnu þeirra. Frá kl. 13:30-16 verður boðið upp á kaffi og afmælistertu ásamt því að góðir gestir kíkja við og taka lagið og sprella.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fram koma Hera Björk Þórhallsdóttir, Leikfélag Keflavíkur með brot úr Mystery Boy, áhugaleiksýningu ársins, og svo ljúka Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar fjallabróðir dagskránni. Kynnir á afmælishátíðinni er Halla Karen. Allir hjartanlega velkomnir.