Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nenni ekki að hanga í roki og rigningu
Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 12:51

Nenni ekki að hanga í roki og rigningu

Garðar Gæi Viðarsson svarar verslunarmannahelgarspurningum VF

Garðar Gæi Viðarsson
 
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Það er alveg óráðið. Stefnan er tekin á að fara í bíltúr þangað sem að sólin ætlar að láta sjá sig.
 
Með hverjum á að fara?
Ég ætla að fara með konunni og börnum.
 
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Já, klárlega. Ég nenni ekki að hanga í roki og rigningu.
 
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Ég skrapp á Flúðir síðast en annars hef ég verið að vinna um verslunarmannahelgina.
 
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Í byrjun sumars fór ég í 10 daga til Búlgaríu. Annars hef ég farið í eina útilegu í sumar og til Vestmannaeyja.
 
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Ég fer mest erlendis eða í dagsferðir um Suðurlandið.
 
Hefur þú verið heppinn með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Ég hef verið mjög heppinn með veður þessa daga daga sem ég hef farið enda hreyfi ég mig ekki nema að veðrið sé gott.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024