Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendurnir eru yndislegir
Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari FS
Laugardagur 24. september 2016 kl. 07:30

Nemendurnir eru yndislegir

Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefur starfað við skólann í 20 ár, fyrst sem kennari og sem stjórnandi síðastliðin 11 ár. „Nemendurnir eru yndislegir og starfsfólkið afbragðsgott,“ segir Guðlaug sem enn kennir aðeins ásamt því að vera aðstoðarskólameistari. „Kennslan blundar alltaf í mér enda er hún alveg svakalega skemmtileg.“

Nemendur FS eru rúmlega þúsund fyrir utan yfir eitt hundrað grunnskólanemendur sem sækja þangað valáfanga. Guðlaug segir skólann mikilvægan samfélaginu á Suðurnesjum og mikilvægt fyrir nemendur að þurfa ekki að sækja annað eftir námi, enda sé í boði mjög góð menntun í FS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtalið er hluti af umfjöllun um 40 ára afmæli FS í síðustu Víkurfréttum