Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur styrktu Velferðarsjóð Suðurnesja
Þriðjudagur 14. desember 2010 kl. 14:03

Nemendur styrktu Velferðarsjóð Suðurnesja

Nú á dögunum hélt sameiginlegt nemendaráð Gerðaskóla og Félagsmiðstöðvarinnar Eldingar bingó í Garðinum fyrir nemendur skólans og íbúa Garðsins. Í upphafi var ákveðið að gefa hluta ágóðans til góðgerðamála og varð Velferðarsjóður Suðurnesja fyrir valinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendaráðið mælti sér mót við Sigurð Grétar, sóknarprest í Útskálaprestakalli til að afhenda styrkinn. Við tilefnið sagði Sigurður Grétar krökkunum aðeins frá sjóðnum og tilgangi hans.