SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Mannlíf

Nemendur sigruðu úrvalslið kennara FS
Miðvikudagur 15. janúar 2014 kl. 11:17

Nemendur sigruðu úrvalslið kennara FS

Gettu Betur lið FS undirbýr sig fyrir útvarpið

Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Gettu Betur bar sigurorð af úrvalsliði kennara skólans í spennandi spurningakeppni í gær. Úrvalslið kennara samanstóð af þeim Þorvaldi Sigurðssyni íslenskukennara, Atla Þorsteinssyni sögukennara og Guðmanni Kristþórssyni bókasafnsfræðingi. Hjá FS-ingum voru það Alexander Hauksson, Ragnar Frandsen og Bjarni Halldór Janusson sem sátu fyrir svörum.

Keppnin var jöfn og spennandi allan tímann og skiptust liðin á að halda forystunni. Eftir hraðaspurningar voru liðin jöfn en kennarar komust svo yfir í næstu lotu. FS-ingar náðu að jafna undir lok keppninnar og komust yfir á næstsíðustu spurningunni, lokatölur urðu 15-14 nemendum í vil.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Ólafur Ingvi Hansson nemandi FS var spyrill en spurningahöfundur var Andri Þór Ólafsson fyrrum nemandi FS og núverandi þjálfari Gettu Betur liðsins.

Lið FS í Gettu Betur hefur keppni í útvarpinu nú á sunnudag en þá mætir liðið Menntaskólanum á Egilsstöðum klukkan 14:30 á Rás 2.