Nemendur og kennarar FS fjölmenntu í göngu
Á hverju hausti í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er Göngudagur á dagatali annarinnar. Nemendur og kennarar fjölmenntu í gönguna í gær, miðvikudaginn 19. september og gekk hópurinn í haustblíðu hina fallegu strandleiði í Reykjanesbæ frá Innri-Njarðvík og inn að Duus-húsum í Keflavík.
Við Duus var boðið upp á brauðmeti, ávexti, safa og vatn enda tekur skólinn þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Göngudagurinn markar upphafið að starfi vetrarins sem er að þessu sinni helgað hreyfingu.
Fleiri flottar myndir úr göngunni sem ljósmyndari FS tók má sjá hér á síðu skólans.
-
-