Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur og kennarar FS fjölmenntu í göngu
Nemendur og kennarar áttu skemmtilegan göngudag í haustblíðu.
Fimmtudagur 20. september 2012 kl. 09:25

Nemendur og kennarar FS fjölmenntu í göngu

Á hverju hausti í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er Göngudagur á dagatali annarinnar. Nemendur og kennarar fjölmenntu í gönguna í gær, miðvikudaginn 19. september og gekk hópurinn í haustblíðu hina fallegu strandleiði í Reykjanesbæ frá Innri-Njarðvík og inn að Duus-húsum í Keflavík.

Við Duus var boðið upp á brauðmeti, ávexti, safa og vatn enda tekur skólinn þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Göngudagurinn markar upphafið að starfi vetrarins sem er að þessu sinni helgað hreyfingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fleiri flottar myndir úr göngunni sem ljósmyndari FS tók má sjá hér á síðu skólans.

-

-