Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur í Reykjanesbæ áhugasamir um raungreinar
Þriðjudagur 12. nóvember 2013 kl. 11:46

Nemendur í Reykjanesbæ áhugasamir um raungreinar

Samkvæmt niðurstöðum úr Skólavoginni, mælitæki sem notað er til að afla og meta ýmsar upplýsingar um skólastarf, hafa nemendur í Reykjanesbæ meiri áhuga á stærðfræði og náttúrufræði en gengur og gerist annars staðar álandinu.

Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir þessar niðurstöður afar ánægjulegar og telur að mikinn áhuga nemenda á raungreinum megi rekja til þess að miklar framfarir hafa orðið í stærðfræði í bæjarfélaginu undanfarin ár. Almennt hafi nemendur áhuga á því sem þeir eru góðir í og sinni því vel. Því sé eðlilegt að nemendur hafi mikinn áhuga á raungreinum.

Mynd: Frá stærðfræðikeppni grunnskólanemenda í mars 2013.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024