Nemendur í Holtaskóla með vefsíðu um áhrif reykinga
Nú er verkefninu Reyklaus bekkur að ljúka og hafa nemendur í 7. SJ í Holtaskóla unnið samviskusamlega að verkefninu. Bekkurinn vann saman að heimasíðu þar sem daglegar færslur koma inn um áhrif reykinga á fólk og þá sem í kringum það er. Krakkarnir úr Holtaskóla sigruðu Skólahreysti í gær og það má sennilega búast við því að þeir krakkar séu einnig reyklausir. Hægt er að skoða vefsíðu krakkanna með því að smella hér.