Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Nemendur í hlutverkum alþingismanna
Skólaþing fer fram í húsnæði gengt Alþingishúsinu við Austurvöll en þar er búið að setja upp lítið Alþingshús.
Fimmtudagur 23. febrúar 2017 kl. 07:00

Nemendur í hlutverkum alþingismanna

Nemendur Heiðarskóla tóku þátt í Skólaþingi

Nemendur í 10. bekk Heiðarskóla tóku þátt í Skólaþingi á dögunum. Skólaþing er hlutverkaleikur þar sem nemendur fá það hlutverk að vera alþingismenn. Allir fá nafn og stjórnmálaflokk til að vera í. Þingflokkarnir byrja að hittast í þingflokksherbergjum þar sem þeir fá verkefni til að vinna úr.

Flokkarnir voru fjórir að þessu sinni: Hagsældarflokkurinn, Landsframboðið, Jafningjabandalagið og Þjóðflokkurinn. Hagsældarflokkurinn og Landsframboðið mynduðu ríkisstjórn Skólaþings, hinir tveir flokkarnir voru í stjórnarandstöðu. Þegar þingflokkarnir höfðu komist að samkomulagi var farið í þingsal þar sem formenn flokkanna kynntu mál sín og aðrir þingmenn fengu tækifæri til að koma fram með sínar skoðanir. Næst var farið á nefndarfundi þar sem málin voru rædd áfram. Þingmennirnir þurftu að berjast fyrir skoðunum síns flokks og komast að málamiðlun í nefndum. Nefndirnar voru þrjár, Allsherjarnefnd, Menntamálanefnd og Umhverfisnefnd.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Að lokum er farið aftur í þingsalinn og greidd atkvæði um þingmálin. Nemendur höfðu gagn og gaman af þessum hlutverkaleik og hafa náð betri skilningi á starfsemi Alþingis. Nemendur fengu einnig tækifæri til að skoða og kynnast starfseminni í Alþingishúsinu og næsta nágrenni þess. Ferðin var hluti af námi nemenda í Samfélagsfræði þar sem þau læra á meðal annars um stjórnmál.