Föstudagur 11. október 2002 kl. 08:46
				  
				Nemendur í 5. bekk  í Njarðvíkurskóla skoða víkingaskipið Íslending
				
				
				
Þar sem víkingaskipið Íslendingur er komið til hafnar í Reykjanesbæ fóru nemendur í 5. bekk Njarðvíkurskóla ásamt kennurum og skoðuðu skipið.  Ferðin var námsferð í tengslum við samfélagsfræði um landnám Íslands.  Gunnar Marel tók á móti hópunum og sagði frá skipinu, ferðum landnámsmanna og þeirri för sem Íslendingur fór vestur um haf.Nemendur voru mjög áhugasamir og ánægðir með að fá að skoða skipið.