Nemendur Gerðaskóla í 1. og 3. sæti
Stóra upplestrarkeppnin hjá Gerðaskóla, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla fór fram í dag. Að þessu sinni fór keppnin fram í Grindavík. Sem kunnugt er þá er keppnin fólgin í því að nemendur 7. bekkja lesa sögutexta og ljóð fyrir áheyrendur.
Að þessu sinni röðuðu nemendur Gerðaskóla sér í 1. og 3. sæti. Í fyrsta sæti var Óskar Nikulás Sveinbjarnarson í Gerðaskóla, í öðru sæti var Sigurdís Unnur Ingudóttir í Stóru-Vogaskóla og í þriðja sæti var Alexander Franzson í Gerðaskóla.
Frá þessu var greint á vef Gerðaskóla.