Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur FS taka áskorun í VF
Föstudagur 1. október 2004 kl. 10:53

Nemendur FS taka áskorun í VF

Skorað var á Hildi Gunnarsdóttur formann íþróttaráðs nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðustu Víkurfréttum. Hildur er notar ekki pikköpp línur og hún hefur ekki kynnt sér sykurskattinn. Áhugamál hennar eru að vera með vinum sínum, fara út að skemmta sér og ferðast. Hildur stundar líkamsrækt af fullum krafti.

 

Hvað er það vandræðislega sem hefur gerst fyrir þig?

Þegar  ég kom fyrst til Brasilíu sem skiptinemi þá skildi ég engan og enginn mig:)

 

Hvaða pikköpp línu notarðu oftast?

Nota ekki pikköpp línur:)

 

Ef Vin Diesel mundi bjóða þér á „date” og sækja þig á bílnum sem hann keyrði á í Fast and the Furious myndirðu taka því eða hafna?

Já, ég mundi sko hiklaust taka því.

 

Hvað er það besta og versta sem þér finnst um skólann (fs) eftir að honum  var breytt?

Það besta er að þetta þjappar hópnum vel saman. Og það versta er hvað það  er langt að labba í stofurnar eftir frímínútur.

 

Hvað finnst þér um sykurskattinn sem var settur á ekki fyrir löngu?

Hef ekki kynnt mér hann.

 

Ég skora á Rebekku B. Björnsdóttur nemanda í FS.

 

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Hvernig er drauma „deitið"?

Hvern mundiru helst vilja hitta?

Hvernig líst þér á samræmduprófin sem eru að koma núna í framhaldsskólana?

Hvað á svo að gera um helgina?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024