Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur Flugakademíunnar kíktu í F-16 þotu
Fimmtudagur 8. september 2011 kl. 10:35

Nemendur Flugakademíunnar kíktu í F-16 þotu

Nemendur hjá Flugakademíu Keilis á Ásbrú fengu í gær að skoða þá flugvél sem flesta verðandi flugmenn dreymir um að fljúga. Flugvélin er af gerðinni F-16 og er herflugvél sem íbúar á Suðurnesjum hafa eflaust heyrt nokkuð í undanfarið.

Flugmaður einnar af þeim vélum sem staddar eru hérlendis vegna loftrýmisgæslu leit við í skólastofuna hjá Keilismönnum og fræddi flugnemana um allt sem tengist þessari merku vél, og nánast allt á milli himins og jarðar ef svo mætti komast að orði. Svo var haldið í flugskýlið og vélin skoðuð í þaula undir leiðsögn flugmannsins.


Flugmaðurinn „Dok“ fræddi nemendur um allt sem viðkemur F-16 þotum og nemendurnir litu í flugstjórnarklefann þar sem alls ekki mátti ljósmynda.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fremsti hluti vélarinnar í nærmynd

VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson ([email protected])