Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku í teiknimyndasamkeppni
Þriðjudagur 12. maí 2009 kl. 11:27

Nemendur fá viðurkenningu fyrir þátttöku í teiknimyndasamkeppni

„Friðurinn byrjar hjá mér“ er nafnið á samkeppni um friðarveggspjald sem Alþjóða Lionshreyfingin hefur staðið fyrir meðal ungs fólks á aldrinum 11-13 ára í tuttugu ár við góðar undirtektir ungs fólks um allan heim enda starfar Lionshreyfingin í 205 þjóðlöndum.

Markmið með keppninni er að hvetja börn til að hugsa um frið og leggja sitt af mörkum í friðarumræðu og sjá heiminn í stærra samhengi.  Einnig að gefa börnum tækifæri til að tjá sig í myndlist og túlka sínar friðarhugmyndir, boðskap og framtíðarsýn.

Fulltrúar Lionsklúbbs Sandgerðis ásamt Eyjólfi Eysteinssyni umdæmisstjóra Lions á Suðurnesjum heimsóttu nemendur í Grunnskóla Sandgerðis og færðu nemendunum viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna á árinu 2008- 2009.

Við afhendinguna voru viðstödd Fanney D Haldórsdóttir skólastjóri, Eyjólfur Eysteinsson, svæðisstjóri Lions,  Sunneva Ósk Þóroodsdóttir, fultrúi nemenda, Ólafur Árni Halldórsson, myndmenntakennari og Carl B Gränz, formaður Lionsklúbbs Sandgerðis.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024