Nemendur fá frítt í Seltjörn
Leikskóla-, grunn- og framhaldsskólanemendum gefst kostur á ókeypis aðgang að stangveiði í Seltjörn út september. Rekstraraðilar Seltjarnar, Jónas Pétursson og Una Jónsdóttir hætta rekstri veiðisvæðisins um næstu áramót og sem þakklætisvott fyrir auðsýnda velvild og stuðning almennings við uppbyggingu svæðisins bjóða þau nemendum óheftan aðgang. Veiðitímabilinu lýkur 1. október og eru kennarar hvattir til dagsferðar í Seltjörn með nemendur.