Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 6. september 2002 kl. 09:13

Nemendur Eiríks Smith með samsýningu

Tíu fyrrverandi nemendur Eiríks Smith sýna að Hafnargötu 34 í Keflavík. Flestir í hópnum hafa unnið að myndlist í rúm tuttugu ár. Hafa þau tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar á Suðurnesjum, Reykjavík og víðar. Þau sem taka þátt í sýningunni eru: Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Guðmundur Maríasson, Hreinn Guðmundsson, Jón Ágúst, Sigmar Vilhelmsson, Sigríður Rósinkransdóttir, Soffía Þorkelsdóttir, Steinar Geirdal og Þórunn Guðmundsdóttir. Sýningin verður opin á föstudag 6. september frá kl. 15.00 til 19.00, laugardag frá kl. 13.00 til 20.00 og á sunnudag verður opið frá klukkan 14.00 til 18.00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024