Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur BRYN blómstruðu á vorsýningu að Ásbrú
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 16:27

Nemendur BRYN blómstruðu á vorsýningu að Ásbrú

Vorsýning nemenda hjá Listdansskóla Reykjanesbæjar fór fram í Andrews-leikhúsinu að Ásbrú í Reykjanesbæ sl. sunnudag. Dansflóran var fjölbreytt; ballett, nútímadans, jazzballett og margt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjóla Oddgeirsdóttir, ballettdansari úr Njarðvík, sýndi solo úr Svanavatninu. Fjóla lærði listdans hjá Listdansskóla Reykjavíkur, stundaði nám við Sænska konunglega ballettskólann og er nýkomin frá Florida, þar sem hún var á danssamningi.

Fjölmargir aðrir gestir komu með atriði á vorsýninguna en fyrst og fremst voru það nemendur skólans sem blómstruðu á þeim tveimur sýningum sem voru á sunnudaginn en húsfyllir var í Andrews.


- Sjá ljósmyndasafn frá vorhátíð BRYN hér í ljósmyndasafni VF.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson