Nemendur Akurskóla komu færandi hendi
Nemendur í 4. og 5. bekk Akurskóla ákváðu að láta gott af sér leiða nú um jólin. Í stað þess að hafa pakka á litlu jólunum þá var ákveðið að allir myndu leggja í sjóð og versla svo gjafir til að setja undir jólatréð í Nettó.Í morgun um 10 leytið komu nemendur færandi hendi upp í Nettó og settu gjafirnar undir tréð. Einhver afgangur var og mun sá peningur verða gefinn í Velferðasjóð.
Myndir/EJS