Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nemendur Akurskóla fá Kópu til varðveislu og umsjónar
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 15:22

Nemendur Akurskóla fá Kópu til varðveislu og umsjónar

Bæjarstjóri afhenti nemendum Akurskóla víkina Kópu til varðveislu og umsjónar í morgun. Markmiðið með því er að nemendur haldi víkinni hreinni svo nýta megi hana í námi og leik. Þessi umsjón er þáttur í sjálfboðaliðastarfi nemendanna til samfélagsins. Eftir afhendinguna tóku nemendur, starfsmenn og aðrir góðir gestir til hendinni og tíndu upp ruslið sem nóg er af í víkinni.

Akurskóli stefnir að því að nýta náttúruperlur í Innri-Njarðvík til náms og kennslu í náttúruvísindum og umhverfismennt og hefur skólanum hlotnast styrkur frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til verkefnisins. 
Skólinn er staðsettur í göngufæri við tjarnir og fjöru en einnig er að finna fjölbreytt gróðurlendi í nágrenni hans. Umhverfis- og skipulagssvið hefur úthlutað skólanum svæði til gróðursetningar í nánasta umhverfi hans og munu samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs aðstoða nemendur við gróðursetningu og gefa þeim plöntur til gróðursetningar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024