Nemendum Akurskóla hrósað við útskrift
Skólaslit Akurskóla fóru fram í dag, föstudaginn 5. júní, í tíunda sinn. Nemendur í 1. – 9. bekk mættu kl. 9 í íþróttahús Akurskóla. Þar fór Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri yfir það helsta í skólastarfinu, tvö tónlistaratriði voru flutt og skóla var slitið. Eftir það fóru nemendur hver með sínum umsjónarkennara í sín rými og allir nemendur skólans fengu hrósskjöl og vitnisburð sinn fyrir skólaárið.
Útskrift og skólaslit fyrir nemendur í 10. bekk fór svo fram kl. 11. Þar fengur nemendur vitnisburð sinn og hrósskjöl. Manwin Georg Edselsson flutti tvö lög á gítar og Bjarni Darri Sigfússon og Marín Veiga Guðbjörnsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd nemenda.
Níu nemendur hlutu viðurkenningu á skólaslitunum. Þau Davíð Már Jóhannesson, Laura Toft Ragnarsdóttir, Marín Veiga Guðbjörnsdóttir, Ólöf Björg Sigurðardóttir, Sandra Ósk Elíasdóttir og Valdís Lind Valdimarsdóttir fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Þá fékk Pálína Ósk Igorsdóttir viðurkenningu fyrir nám í sænsku og Haukur Karel Hauksson og Bjarni Darri Sigfússon fyrir fórnfúst starf í félagsstörfum nemenda og einstaka hjálpsemi.
Víkurfréttir hverja skólastjórnendur á Suðurnesjum að senda fréttir og myndir frá útskrift skólanna á póstfangið [email protected].