Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 30. maí 2000 kl. 18:38

Nemendasýning í Svarta Pakkhúsinu

Tvær sýningar opna í Svarta Pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ, á næstu dögum. Nemendur í Baðstofunni opna sýningu á efri hæð hússins á morgun, en Kristinn Már Pálmason hefur leiðbeint þeim í vetur. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 17-20 á fimmtudag og föstudag og frá kl. 14-20 á laugardag og sunnudag. Þetta er árviss nemendasýning sem hefur verið vel sótt á liðnum árum, en Baðstofan hefur verið starfrækt sl. 30 ár. Nemendur Reynis Katrínarsonar, hjá Myndlistarfélaginu opna sýningu nk. laugardag, en hún verður opin um helgina frá kl. 14-20. Listamennirnir eru á aldrinum 18-70 ára og verkin eru unnin með blýanti, pastellitum, vatnslitum, olíu og akríl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024