Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nemandi í TR varð í 3. sæti í píanónemendakeppni Íslandsdeildar EPTA
Þriðjudagur 10. nóvember 2009 kl. 08:29

Nemandi í TR varð í 3. sæti í píanónemendakeppni Íslandsdeildar EPTA


Njáll Skarphéðinsson nemandi í Tónistarskóla Reykjanesbæjar varð í 3. sæti í píanónemendakeppni Íslandsdeildar EPTa sem fram fór dagana 4. - 8. nóvember í Salnum í Kópavogi.

Píanónemendakeppni EPTA, Europian Piano Teachers Association er ætluð píanónemendum 25 ára og yngri og var þeim skipt niður í þrjá flokka; 1. flokkur 14 ára og yngri, 2. flokkur 15 - 18 ára og 3. flokkur 19 - 25 ára.

Alls tóku um 40 nemendur víðsvegar að af landinu þátt, þar af tveir nemendur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, þeir Sigtryggur Kjartansson sem keppti í 3. flokki, 19 - 25 ára og Njáll Skarphéðinsson, sem keppti í í 2. flokki, 15 - 18 ára. Sigtryggur og Njáll, sem báðir eru nemendur Önnu Málfríðar Sigurðardóttur, voru báðir í yngsta árgangi síns keppnisflokks.

Njáll komst í úrslit eftir fyrri keppnisdagana og er árangur hans mjög góður þegar litið er til þess hversu ungur hann er og hversu stuttan námstíma hann hefur að baki í píanónámi eða aðeins fjögur og hálft ár, segir á heimasíðu TR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024