Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Neitaði að borða jólamatinn og fékk upphitaða pizzu
Fimmtudagur 23. desember 2021 kl. 05:22

Neitaði að borða jólamatinn og fékk upphitaða pizzu

Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir heldur í margar jólahefðir en eftirminnilegasta jólagjöfin sem hún hefur fengið er lítil kisa. Hún þurfti að vera í sóttkví um síðustu jól og vonast til að sleppa við það núna. Hún fer með foreldrunum á rölt á Þorláksmessukvöld en hefur tekið inn jólaandann að hluta til á Courtyard by Marriott Reykjanesbæ hótelinu í Reykjanesbæ en þar eru hún sölu og markaðsstjóri.

Nafn og starf/staða:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir – Sölu & Markaðsstjóri á

Hvernig hagar þú jólagjafainnkaupum?

Ég reyni að byrja snemma, kaupi mikið á netinu og svo nýti mér miðnæturopnanir og fer seint á kvöldin þegar það er ekki eins mikið að gera.

Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár?

Síðustu jólum eyddum við í sóttkví þannig það var ekki mikið um jólastúss hjá okkur. Ætlum að reyna að bæta okkur það upp núna og settum jólaljósin upp fyrstu aðventuhelgina.

Skreytir þú heimilið mikið?

Ég hef ekki verið mikið jólabarn þótt jólin hjá fjölskyldunni hafi verið mjög hátíðleg, en ég hef oftast látið jólaljósin duga en nú eigum við eina sem er að verða þriggja ára sem sýnir öllu jólatengdu mjög mikinn áhuga þannig skreytingarnar fara fljótlega upp og bætt verður í skreytingarnar.

Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku?

Já ég elska að baka, ég er mest í lakk-rístoppunum, öðruvísi útfærslu af sörum og svo finnst mér gaman að prófa nýjar uppskriftir. Uppáhalds jólanammið mitt er nammi sem ég bý til úr dökku og hvítu súkkulaði með jólabrjóstsykri eða svokallað súkkulaði „bark“.

Eru fastar jólahefðir hjá þér?

Ferð í kirkjugarðinn með foreldrunum að leiði ástvina snemma á aðfangadegi, hangikjöt hjá ömmu á jóladag og kalkúnn hjá afa. Síðan keyrðum við út jólakortin og fannst mér það mjög skemmtilegt, en nánast allir eru hættir að senda kort þessa dagana, ég ætla þó að senda kort í ár eins og síðustu tvö ár, sérstaklega þar sem maður hefur hitt ættingja og vini minna sökum Covid. Þorláksmessan er oftast tekin í bæjarrölti með foreldrum mínum sem endar á góðum veitingarstað.

Hvernig er aðventan - hefðir þar?

Ég reyni að fara á allavega eina tónleika og svo finnst mér notalegt að nýta streymismöguleikann og horfa á góðan viðburð í stofunni heima. Ný aðventuhefð verður klárlega að búa til jólakerti fyrir heimilið, og í gjafir fyrir vini og vandamenn. Ég hef unnið í samstarfi við móðursystir mína við gerð kertaföndurkassa sem er í sölu á www.bykrummi.is og geta nú allir búið til kerti heima á einfaldan og auðveldan hátt

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminningu?

Eftirminnilegustu jólin voru  sennilega þegar ég neitaði að borða jólamatinn og fékk mér upphitaða pizzu. Eftir þessi jól var hefðinni breytt úr hamborgarahrygg yfir í kalkún og ég alsæl með það! Annars hafa öll jól verið góð í faðmi fjölskyldunnar bæði hérlendis og erlendis.

Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina?

Ein jólin þegar mér fannst jólaandinn ekki alveg vera til staðar, þá fórum við mamma í jólamessu og pabbi og bræður mínir biðu svangir heima þar sem þetta seinkaði jólamatnum sem alltaf byrjar á slaginu 18:00.

Eftirminnilegasta jólagjöfin?

Kisan mín hann Hnoðri, mamma keyrði með mig út í Hafnir og rétti mér kassa út í bíl, sem hreyfðist og uppúr skreið Hnoðri sem bjó með okkur í 12 ár.

Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf?
Ég er nýflutt í stærra húsnæði þannig að jólagjafalistinn inniheldur hluti sem nýtast á nýja heimilinu. Annars vona ég að við verðum Covid og sóttkvíarlaus þessi jólin.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Það er kalkúnn hjá mömmu og pabba eftir að ég breytti jólahefðinni um árið, en í ár verðum við á aðfangadag hjá tengdaforeldrunum og þar fáum við án efa dýrindis mat, síðan fæ ég kalkúninn minn gamlárs hjá mömmu og pabba.