Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:46

NEI ÁRSINS:

Rörið, súlan, stöngin Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sagði nei, nei, nei, nei, ókei við vínveitingaleyfi Jóns M. Harðarsonar fyrir „listdansklúbbinn“ Club Casino á síðari hluta ársins. Málið fór fyrir áfrýjunarnefndir og að lokum varð vínveitingaleyfið í höfn. Nýjustu fréttir herma að Jón hafi selt staðinn til aðila úr Reykjavík. Hvað gerist nú????? VIÐURKENNING ÁRSINS: Er þetta rjúpa? Rúnar Júlíusson var heiðraður undir árslok og honum veitt Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar. Við það tækifæri efndi Rúnar til mikilla tónleika í Frumleikhúsinu og verður aftur á fjölum Reykjaneshallarinnar um páskana... BRENNUGLEÐI Á ÞRETTÁNDANUM Til stendur að kveikja í sex brennum á þrettándanum þann 6. janúar n.k. víðs vegar um Suðurnesin. Í Reykjanesbæ verða tvær brennur, ofan við Iðvelli 3 og ofan við reiðveginn vestan Bragavalla. Bálið verður tendrað kl. 20 á báðum stöðum. Þrettándabrennan í Höfnum er staðsett við björgunarsveitarhúsið og kveikt verður í henni kl. 20. Garðbúar eru ekki síður brennuglaðir en aðrir Suðurnesjamenn en þar verður kveikt í brennunni kl. 20 sem stendur við íþróttavöllinn. Á Vatnsleysuströnd verða tvær brennur. Önnur í fjörunni neðan við Kálfatjarnakirkju og hin við Höfða. Kveikt verður í báðum brennunum klukkan 18. ÁLFAGLEÐI Í GARÐI Garðbúar ætla að fagna þrettándanum með eftirminnilegum hætti í ár. Safnast verður saman við Sæborgu kl. 18:30 þar sem börn verða klædd í búninga og máluð. Skrúðgangan leggur síðan af stað kl. 20:00 að íþróttavellinum með kóng og drottningu í fararbroddi, þar sem kveikt verður á bálkesti. Á brennustað verður margt til skemmtunar. Kóngur og drottning syngja ásamt Víkingunum og börnum úr leikskólanum og tónlistarskólanum. Grýla, Leppalúði, Skuggasveinn og Ketill skrækur koma í heimsókn og jólasveinarnir kveðja mannheima. Að lokum verður mikil flugeldasýning í tilefni árþúsundamóta. KAFFI ÁRSINS: Svart og sykurlaust Aðalheiður Héðinsdóttir var útnhefnd maður ársins á Suðurnesjum 1998 af Víkurfréttum og tilkynnt var um valið í janúar. Fleiri kunna vel við Addý, því framsóknarflokkurinn valdi Kaffitár í herferð sinni, sem skilaði Siv og Hjálmari báðum á þing og Siv alla leið í ráðherrastól. RÍKI ÁRSINS: Kvennaríki Áfengið og tóbakið kom til Grindavíkur á árinu. Ekki það að Grindvíkingar hafi aldrei snert á því, heldur opnaði Ríkið í Bókabúð Grindavíkur. Þar kaupa menn nú skólabækur og brennivín eins og ekkert sé. Skál!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024