Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nefnd skipuð um búsetumál eldri borgara
Skapandi Grindavíkurskvísur.
Fimmtudagur 13. febrúar 2014 kl. 09:39

Nefnd skipuð um búsetumál eldri borgara

- Bæjarráð Grindavíkur skipar fimm manna nefnd.

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur skipað fimm manna nefnd til að fara yfir búsetumál eldri borgara í Grindavík. Skal nefndin afla gagna til að meta þörf fyrir íbúðir og þjónustu fyrir eldri borgara í bænum til næstu 10 ára, með hliðsjón af íbúaþróun.

Nefndin skal framkvæma könnun meðal eldri borgara um búsetuóskir þeirra. Nefndin skal skila bæjarstjórn þarfagreiningu og tillögum eigi síðar en 15. apríl 2014. Starfsmaður nefndarinnar er sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nefndina skipa:

  • f.h. félagsmálanefndar: Anna Sigríður Jónsdóttir
  • f.h. félags eldri borgara í Grindavík: Sverrir Vilbergsson
  • f.h. Miðgarðs: Stefanía Sigríður Jónsdóttir
  • f.h. minnihluta bæjarstjórnar Hjálmar Hallgrímsson
  • f.h. meirihluta bæjarstjórnar Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm