Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nautilus heilsurækt opnar í Vogum
Þriðjudagur 2. október 2007 kl. 09:52

Nautilus heilsurækt opnar í Vogum

Nautilus heilsurækt á Íslandi opnar sjöttu stöð sína í Vogum um miðjan þennan mánuð, en Nautilus rekur stöðvar í Kópavogi, Hafnarfirði, Álftanesi og Vestmannaeyjum.


Á vef Voga segir að starfsfólk Nautilus hafi mikla reynslu af rekstri líkamsræktarstöðva sem muni vafalaust skila sér í bættri þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nautilus mun endurnýja tæki í salnum og bjóða upp á glæsilega aðstöðu til líkamsræktar, ásamt þjálfun og kennslu á tækin.

Aðstaða til íþróttaiðkunar í Vogum fer þannig enn batnandi, en nýlega var opnuð viðbygging við íþróttahúsið með nýjum fjölnotasal.

Texti af síðu Voga: www.vogar.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024