Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nautalundin hennar ömmu ómissandi
Sunnudagur 31. desember 2017 kl. 07:00

Nautalundin hennar ömmu ómissandi

Jóhanna María Kristinsdóttir segir að ein af hennar uppáhaldsáramótahefðum sé þegar hún fái „Eggs Benedict“ hjá foreldrum sínum á nýársdag en hún fagnar nýja árinu ásamt fjölskyldunni sinni í Reykjavík.
Jóhanna útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í lok nóvember og það stendur upp úr hjá henni á árinu sem er að líða.

Hvar verður þú um áramótin?
„Í Reykjavík með móðurömmu minni, afa og öllum afleggjurum þeirra og viðhengjum, allt í allt erum við tuttugu og tvö.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað ætlar þú að borða um áramótin?
„Innbakaða nautalund a la amma Unnur borið fram með piparrjómaostasósu, gratíneruðum kartöflum. Síðan er frönsk súkkulaðikaka og heimalagaður ís í eftirrétt.“

Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit?
„Já, ég hef undan farin ár alltaf strengt sama heitið en bæti alltaf einu nýju við fyrir hvert ár. Síðustu áramót var viðbótin að „hugsa minna, gera meira“.“

Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér?
„Án efa þegar ég söng á útskriftartónleikum mínum í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi núna í lok nóvember.“

Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér?
„Áramótin eru alltaf haldin með móðurfjölskyldu minni og innbakaða nautalundin hennar ömmu er löngu orðin ómissandi liður í veisluhöldunum. Á nýársdag um hádegi bjóða mamma og pabbi alltaf góðum vinum og föðurfjölskyldu í „Eggs Benedict“ sem er ein af mínum uppáhalds hefðum.“