Naumur sigur Sandgerðinga í Útsvari
Sandgerði vann nauman sigur á Rangárþingi eystra í Útsvari á RÚV en liðin mættust sl. föstudagskvöld í Sjónvarpssal. Lokaniðurstaðan var að Sandgerði vann með 50 stigum gegn 49.
Fulltrúar í liði Sandgerðisbæjar í ár voru þau Bylgja Baldursdóttir, Sigursveinn Bjarni Jónsson og Bergný Jóna Sævarsdóttir. Þau færðu liði Rangárþings eystra gjafir í lok keppni, sem voru púðaver frá Kolbrúnu Vídalín og húðsnyrtivörur frá Tara Mar.
Sveitarfélagið Garður keppti einnig á dögunum í Útsvari og varð að sætta sig við tap gegn liði Árneshrepps.