Naumt tap í MORFÍs
Lið FS-inga í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldskólanna, tapaði naumlega gegn MS í spennandi keppni milli liðanna í gær. Þegar uppi var staðið þá munaði aðeins 44 stigum í mjög stigahárri keppni, en alls voru tæplega 3000 stig gefin í keppninni.
Lið FS er ungt og reynslulítið og má vel við una gegn sterkum skóla sem MS. Liðið ætlar sér að koma sterkt til leiks á næsta ári. Keppnin fór fram á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var viðureignin liður í 8-liða úrlsitum.