Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Naumt tap eftir bráðabana í Gettu betur
Lið FS er skipað þeim Ragnari Frandsen, Bjarna Halldóri Janussyni og Alexander Haukssyni. [email protected]
Sunnudagur 26. janúar 2014 kl. 10:28

Naumt tap eftir bráðabana í Gettu betur

Borgarholtsskóli marði sigur á Fjölbrautaskóla Suðurnesja eftir dramatískan bráðabana með 20 stigum gegn 19, þegar liðin mættust í spurningakeppninni Gettu betur í gær. Sæti í 8-liða úrslitum og um leið tækifæri til að komast í sjónvarpssal, var í húfi og því var allt lagt í sölurnar.

Keppnin var jöfn og spennandi og réðust úrslitin á síðustu stundu. FS komst yfir í bráðabana en Borgarholtsskóli svaraði tveimur síðustu spurningunum rétt og tryggðu sér þar með sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024