Náttúruperlur Reykjanesskagans - myndir
Þótt ekki finnist jöklar eða fallegir fossar á Reykjanesskaga hefur hann engu að síður að geyma afar fallegar náttúruperlur. Eldvirkni síðustu árþúsunda setur sterkan svip á landslag skagans en í eldfjallalandslaginu og hraununum er að finna áhugaverð náttúrufyrirbrigði og forvitnilegar jarðminjar sem gaman er að skoða, s.s eldgíga af öllum gerðum, hraunhella, gjár, móbergsmyndanir og margt fleira. Þá eru á skaganum miklar sögulegar minjar um búsetu- og atvinnuhætti fyrri tíðar, t.d. gamlar selstöður og tóftir bæja.
Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari,hefur á undanförnum árum farið fótgangandi um Reykjanesskagann með myndavél í hönd. Afraksturinn eru hundruðir ljósmynda af þessum náttúruperlum sem vakið hafa áhuga margra á að skoða þær og upplifa með eigin augum.
Ljósmyndir Ellerts (Elg) hafa margar hverjar birst í miðlum VF og nýlega birtum við myndasyrpu hér á ljósmyndavefnum undir heitinu Reykjanesperlur Elg. Við birtum nú aðra syrpu enda af nógu að taka. Hér að neðan eru tenglar á þessar myndasyrpur.
Þess má geta að Ellert heldur úti Facebook-síðu þar sem hann birtir nýjar ljósmyndir daglega og margvíslegan fróðleik um ljósmyndum.
Smellið hér fyrir slóðina á Facebook-síðu Ellerts:
Reykjanesperlur 1
Reykjanesperlur 2