Nanna skar afmælistertuna 19. árið í röð!
Samkaup fagnar nítján ára afmæli um þessar mundir með myndarlegum afmælistilboðum í verslunum sínum. Viðskiptavinum var einnig boðið upp á risastóra rjómatertu í tilefni tímamótanna. Í gær voru liðin 19 ár frá því fyrsta Samkaups-verslunin opnaði í Njarðvík.Öll þessi 19 ár hefur sami starfsmaðurinn skorið tertuna fyrir afmælisgrestina. Það er hún Jóhanna Hallgrímsdóttir, starfsmaður í fatadeild Samkaupa. Hún segist hafa mikla ánægju af verkinu og bíður spennt tímamótanna á næsta ári þegar 20 ára afmæli verður fagnað.
Myndirnar voru teknar í afmælisveislunni fyrir sl. helgi.
Myndirnar voru teknar í afmælisveislunni fyrir sl. helgi.