Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nanna Bryndís sigraði á Hljóðnemanum
Fimmtudagur 8. mars 2007 kl. 18:04

Nanna Bryndís sigraði á Hljóðnemanum

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir kom sá og sigraði á Hljóðnemanum, söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í gær. Dómnefnd sem var skipuð þeim Bríeti Sunnu, Ragnheiði Eiríksdóttur og Rúnari Júlíussyni valdi flutning hennar á sínu eigin lagi og ljóði, Gleym-mér-ey, úr hópi 11 flytjenda.

 

Nanna flutti lagið ásamt þeim Guðrúnu Hörpu Atladóttur sem lék á gítar og Sigurði Frey Ástþórssyni sem lék á hljómborð.

 

Í öðru sæti varð Sigurður Friðrik Gunnarsson, sem flutti lagið Volcano, og Árni Þór Ármannsson varð þriðji með lagið Must be talking to an angel. Sigurvegarnir taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður á Akureyri þann 14. apríl.

 

Keppnin fór fram á sal skólans sem var þéttsetinn og var mikið lagt upp úr umgjörð þar sem hvert atriði var kynnt til leiks með video-kynningu og viðtali.

 

VF-Myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024