Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Nanna Bryndís og Ólafur Arnalds gera lag í Garðskagavita
    Fjölmennt tökulið var í Garðskagavita í gær. Hljómurinn er einkar fallegur þar inni eins og heyra má í meðfylgjandi myndbandi. Myndir/Eyþór Sæm.
  • Nanna Bryndís og Ólafur Arnalds gera lag í Garðskagavita
Miðvikudagur 27. júlí 2016 kl. 09:35

Nanna Bryndís og Ólafur Arnalds gera lag í Garðskagavita

Myndband væntanlegt

Þeir voru heimsfrægir listamennirnir sem voru við tökur á myndbandi og lagi í Garðskagavita í gær. Þar voru á ferðinni tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds ásamt heimakonunni Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur úr Of Monsters And Men. Ólafur er um þessar mundir að vinna að áhugaverðu verkefni þar sem hann mun heimsækja sjö staði á sjö vikum víðs vegar um Ísland og vinna lög með heimafólki. Lögin eru svo gefin út ásamt myndböndum skömmu eftir upptökur en ætlunin er að verkið verði svo heilstæð plata ásamt myndböndum með viðtölum við listamennina sem taka þátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar blaðamann Víkurfrétta var að garði í vitanum var þar teymi myndatökufólks og hljóðmanna en það var sjálfur Baldvin Z sem stjórnaði tökum. Spennandi verður að sjá afraksturinn innan skamms en þau Nanna og Ólafur sömdu lagið saman. Hér að neðan má sjá eitt af myndböndunum frá Ólafi.