Námsstyrkir Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík
Árlegum námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Eftirtaldir námsmenn fengu styrk að upphæð kr. 125.000 í ár:
Anna Valborg Guðmundsdóttir sem útskrifast með B.S. gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands, Brynhildur Þórðardóttir sem útskrifast úr Fata- og textílhönnunardeild frá Listháskóla Íslands, Rúnar Gísli Valdimarsson sem útskrifast með meistaragráðu í byggingaverkfræði frá Lunds Tekniska Högskola í Svíþjóð og Sigurbjörg Jónsdóttir en hún lýkur B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands sem grunnskólakennari.
Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum er skipuð eftirtöldum aðilum:
Ólafur Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, formaður dómnefndar
Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar
Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs.
Í gegnum tíðina hefur Sparisjóðurinn í Keflavík stutt við bakið á námsfólki frá Suðurnesjum með ýmsum hætti og eru styrkveitingarnar hluti af Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins. Hjá Sparisjóðnum stendur námsmönnum til boða margvísleg fjármálaþjónusta og má þar m.a. nefna hagstæð lán til námsmanna vegna tölvukaupa eða ferðalaga og bókastyrki sem úthlutaðir eru til 25 námsmanna í byrjun hverrar skólaannar.
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ætíð styrkt íþrótta- og menningarstarf á starfssvæði sínu og eru námsstyrkirnir mikilvægur hluti af því starfi. Námsstyrkir hafa nú verið veittir fjórtán ár í röð og hafa samtals 53 námsmenn fengið styrki.
Anna Valborg Guðmundsdóttir sem útskrifast með B.S. gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands, Brynhildur Þórðardóttir sem útskrifast úr Fata- og textílhönnunardeild frá Listháskóla Íslands, Rúnar Gísli Valdimarsson sem útskrifast með meistaragráðu í byggingaverkfræði frá Lunds Tekniska Högskola í Svíþjóð og Sigurbjörg Jónsdóttir en hún lýkur B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands sem grunnskólakennari.
Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum er skipuð eftirtöldum aðilum:
Ólafur Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, formaður dómnefndar
Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar
Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs.
Í gegnum tíðina hefur Sparisjóðurinn í Keflavík stutt við bakið á námsfólki frá Suðurnesjum með ýmsum hætti og eru styrkveitingarnar hluti af Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins. Hjá Sparisjóðnum stendur námsmönnum til boða margvísleg fjármálaþjónusta og má þar m.a. nefna hagstæð lán til námsmanna vegna tölvukaupa eða ferðalaga og bókastyrki sem úthlutaðir eru til 25 námsmanna í byrjun hverrar skólaannar.
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ætíð styrkt íþrótta- og menningarstarf á starfssvæði sínu og eru námsstyrkirnir mikilvægur hluti af því starfi. Námsstyrkir hafa nú verið veittir fjórtán ár í röð og hafa samtals 53 námsmenn fengið styrki.