Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Námskeið til styrktar Helenu og Emelíu
  • Námskeið til styrktar Helenu og Emelíu
    Freyr Sverrisson.
Föstudagur 12. desember 2014 kl. 12:46

Námskeið til styrktar Helenu og Emelíu

Boltaskóli Freys með fótboltanámskeið á milli jóla og nýárs.

Boltaskóli Freys verður með 3ja daga námskeið í knattspyrnu námskeið í Reykjaneshöll á milli jóla og nýárs

. Námskeiðið verður til styrktar systrunum Helenu og Emilíu en heilsufar þeirra hefur verið mjög slæmt síðustu ár vegna tíðrar lungnasýkinga og óviðráðanlegra floga. Fjölskyldan fer erlendis í janúar til meðferðar en öll ráð hafa verið reynd sem í boði eru hér á landi. Þessi ferð er mjög kostnaðarsöm og er eingöngu kostuð af fjölskyldunni 

Öll þátttökugjöld renna í styrk til systranna. Í tilkynningu frá Boltaskólanum er námskeiðið tilvalin jólagjöf fyrir áhugasaman iðkanda og styrkur í leiðinni fyrir gott málefni. Hægt að fá gjafabréf ef fólk vill.

 Æft verður laugardaginn 27. desember, sunnudaginn 28. desember og mánudaginn 29. desember. 
 
Þetta verður almennt námskeið fyrir aldurinn 9 -12 ára (árgangur 2003-2006) þar sem farið er í grunnþætti knattspyrnu, s.s. sendingar, knattrak og gabbhreyfingar.
 Kennt verður frá kl. 13:15 til 14:30 og er þátttökugjald kr. 7000. 
 


Nánari upplýsingar veitir Freyr í síma 897 8384 og skráning fer fram á netfanginu [email protected]. 

Nafn og kennitala þarf að koma fram fyrir miðvikudaginn 17. des og þegar búið er að skrá verða sendar upplýsingar til baka með bankaupplýsingum. Þegar viðkomandi hefur greitt gjaldið er hann skráður á námskeiðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024