Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 3. apríl 2002 kl. 13:51

Námskeið sem eflir sjálfstraustið

Það var árið 1912 sem Dale Carnegie hélt sitt fyrsta námskeið. Upphaflega var námskeiðið hugsað sem ræðunámskeið en þróaðist smátt og smátt í námskeið sem hjálpaði fólki að efla sjálfstraust, bæta mannleg samskipti og vinna á áhyggjum og kvíða. Í kringum námskeiðið byggði Dale Carnegie upp, ásamt konu sinni Dorothy Carnegie, fyrirtæki sem nú teygir anga sína í yfir 90 lönd. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.700 leiðbeinendur.
Á Dale Carnegie‚ námskeiðinu tekurðu þátt í verkefnum sem bæta samskipti þín við aðra, skerpa minnið og gera þig að trúverðugum leiðtoga. Þú þarft reglulega að stíga út úr þægindahringnum en það hjálpar þér að vinna bug á ótta og hræðslu við gagnrýni og losar um hömlur. Sannast sagna má líkja því við að þú kastir af þér gömlum og þungum frakka sem hefur íþyngt þér um áraraðir og finnir hvernig þú öðlast hugrekki og langþráð frelsi til að bera þig eftir framtíðarmarkmiðum þínum. Á námskeiðinu lærirðu þau grundvallaratriði sem eru lykillinn að allri velgengni og þú kemst upp á lag með að nýta þau í daglegum athöfnum. Í lok námskeiðsins mun þér líða eins og ekkert geti komið í veg fyrir að draumar þínir rætist. Þú hefur öðlast traustan grunn til að öðlast enn frekari þroska og hæfileika til að blómstra á þeim vettvangi sem þér hentar.

Margir kannast við að fá kvíðtilfinningu í magann þegar þeir eiga að segja eitthvað á fundum eða fyrir framan hóp. Eitt af því sem fólki tekst að sigrast á á Dale Carnegie námskeiðinu er hræðslan við að standa fyrir framan hóp og tjá sig. Fólk öðlast meira sjálfstraust og getur þar af leiðandi látið meira að sér kveða bæði starfi og einkalífi.

Á Dale Carnegie‚ námskeiðinu gefst þér kostur á að byggja upp hæfileika þína á fimm sviðum.

1) Efla sjálfstraustið
2) Bæta samskiptahæfileikana
3) Gera tjáninguna árangursríkari
4) Byggja upp forystuhæfileikana
5) Hafa stjórn á áhyggjum og streitu

Dale Carnegie námskeiðið var haldið á Íslandi í fyrsta skipti árið 1965. Það var Konráð Adolphsson sem fékk einkaleyfi frá Dale Carnegie í Bandaríkjunum og hefur hann útskrifað rúmlega 8.000 manns á Íslandi á þessu tímabili. Á haust dögum 2001 tók Helgi Rúnar Óskarsson við en hann mun ásamt Bryndísi Evu Jónsdóttur kenna námskeið sem er hefjast hér í Reykjanesbæ fimmtudaginn 10. apríl og stendur til 12. júní. Námskeiðið er í 12 skipti og fer kennsla fram á kvöldin. Þeir sem vilja kynna sér námskeiðið geta haft samband í síma 555 7080 eða komið á kynningarfund sem verður haldinn í Kiwainssalnum í Keflavík, Iðavöllum, mánudaginn 8. apríl kl. 20:30.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024