Námskeið í súpugerð, grjóthleðslu, tungumálum og fleiru
Öll menntun er af hinu góða fyrir einstaklinginn, sama hvort um styttri námskeið eða háskólanám er að ræða.
MSS bíður uppá mörg áhugaverð námskeið af ýmsu tagi fyrir smáa sem stóra hópa.
MSS gaf út námskrá fyrir vorið 2008 og það er ekki hægt að segja annað en Miðstöðin er að lyfta menningu Suðurnesjabúa á hærra plan.
Allir ætti að finna eitthvað við sitt hæfi til að efla andann og sálina. Námskeið í súpugerð, grjóthleðslu, tungumálum, skriðsundi og fiskréttum svo eitthvað sé nefnt eru í boði hjá MSS.
Það er mikilvægt fyrir þá sem búa á þessu svæði að eiga kost á því að sækja menntun og námskeið í nágrenninu.