Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Námskeið fyrir fatlaða eldri en 20 ára
Laugardagur 1. nóvember 2008 kl. 11:06

Námskeið fyrir fatlaða eldri en 20 ára



Núna í nóvember munu fara af stað tvö námskeið á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Námskeiðin eru í samvinnu við Fjölmennt sem er miðstöð símenntunar, ætluð fötluðu fólki 20 ára og eldri, og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi.

Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, segir það mjög ánægjulegt að farið sé í þetta samstarf við Fjölmennt og Svæðisskrifsofuna. Fullorðnir fatlaðir einstaklingar á Suðurnesjum hafi til þessa ekki haft neinn aðgang að símenntun hér á svæðinu og mjög spennandi sé fyrir MSS að fá tækifæri til þess að þróa þetta starf með þessum aðilum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Við ætlum að byrja á léttu nótunum. Núna í nóvember fer annars vegar af stað námskeið í jólakortagerð og hins vegar í leiklist og eru bæði námskeiðin sérsniðin að þessum fullorðna hóp,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að námið komi bæði til með að tengjast tómstundastarfi og því að bæta við sig í færni eins og það nám sem boðið er upp á fyrir aðra hópa hér á Suðurnesjum.

Þá ætlar MSS að fara af stað með félagsliðabrú í janúar, nám sem nýtist m.a. ófalærðu starfsfólki í félagsþjónustu. „Þetta er tveggja ára nám með vinnu og er hugsað sem stytting á eininganámi fyrir félagsliða,“ segir Ingibjörg. Ófaglærðir sem starfa á vegum Svæðisskrifstofu málefna eru meðal þeirra sem koma til með að geta nýtt sér þetta nám hjá MSS og hafa þar með valið að stunda námið í heimabyggð í stað þess að þurfa að leita á höfuðborgarsvæðið til að sækja sér þessa menntun. „Við bjóðum báða þessa hópa velkomna til okkar hér í MSS og finnst það ákaflega ánægjulegt að bæta í þá flóru námskeiða sem eru nú þegar til staðar hjá okkur,“ sagði Ingibjörg.