NÁMSKEIÐ FYRIR ELDRI BORGARA
Félags- og tómstundastarf aldraðra er mjög líflegt og alltaf eitthvað nýtt á dagskrá. Nú í nóvember verður t.d. boðið upp á tvö ný námskeið. Á mánudögum frá klukkan 16:30-18:30 verður námskeið í útskurði. Kennari verður Gunnar Jónatansson og námskeiðinu lýkur í janúar. Jólakúlunámskeiðið verður haldið þann 28.október og 4. nóvember. Kennari verður Margrét Guðjónsdóttir. Skráning á bæði námskeiðin fer fram í síma 861-2085, 421-4322 og 421-6272.Forstöðumaður tómstundastarfs, Jóhanna Arngrímsdóttir.