NÁM FYRIR STUÐNINGSFULLTRÚA Í SKÓLUM Á VEGUM BORGARHOLTSSKÓLA OG MIÐSTÖÐVAR SÍMENNTUNAR
Námskeið fyrir stuðningsfulltrúa í skólum á Suðurnesjum hófst í Reykjanesbæ laugardaginn 30. október. Námskeiðið tengist félagsþjónustubraut Borgarholtsskóla og verður námið að fullu metið inná nám í brautinni. Námið getur einnig nýst sem valáfangi á öðrum brautum framhaldsskóla. Með þessu námskeiði er leitast við að koma til móts við nýjar og breyttar áherslur í skólastarfi. Miðstöð símenntunar heldur námskeiðið einnig í samstarfi við skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Þátttakendur eru 22 sem koma frá Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði, og Grindavík. Námið fer fram samkvæmt námskrá sem Borgarholtskóli leggur til en stefnt er að því að kenna námskeiðið sem mest með leiðbeinendum og kennurum frá Suðurnesjum þar sem því verður við komið. Námið er tíu einingar. Það fjallar m.a. um starf stuðningsfulltrúa og starfslýsingar, líkamsbeitingu, nemandann og kennslustofuna, hegðun, atferlismótun og samskipti. Kennsla fer fram hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og er henni dreift á tvö ár. Þátttakendur greiða kostnað af náminu m.a. með styrk úr starfsmenntasjóði séttarfélaga sinna, og einnig veita viðkomandi sveitarfélög styrk til námsins.Í samstarfssamningi Miðstövar símenntunar á Suðurnesjum og Borgarholtsskóla er aðilar eru sammála um að kanna möguleika á frekara samstarfi á öðrum sviðum félagsþjónustu sem kennd er við Borgarholtsskóla í Reykjavík.