Mannlíf

Nafnasamkeppni fyrir nýja starfsstöð
Grindavíkurbær.
Miðvikudagur 20. ágúst 2014 kl. 09:40

Nafnasamkeppni fyrir nýja starfsstöð

Spjaldtölva í verðlaun.

Ákveðið hefur verið að efna til nafnasamkeppni fyrir nýja sameiginlega starfsstöð Grunnskóla Grindavíkur, Bókasafns Grindavíkur og Tónlistarskóla Grindavíkur við Ásabraut. Sem kunnugt er hefur starfsemi bókasafns og tónlistarskóla verið flutt í nýja viðbyggingu við grunnskólann. Nafnið þarf að hafa skírskotun til þeirrar starfsemi sem fer fram í húsinu, sem er fræðsla, tónlist, menning, upplýsingamiðlun og tómstundastarf. Verðlaun eru glæsileg spjaldtölva.

Verðlaun fyrir það nafn sem verður fyrir valinu verður tilkynnt við formlega opnun viðbyggingarinnar 16. október nk.

Tillögur um nafn á sameiginlegri starfsstöð skal senda á netfangið [email protected] og mikilvægt er að láta nafn, heimilisfang og símanúmer þess sem kemur með tillöguna fylgja með.

Skilafrestur er til og með 1. sepember.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024