Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Næstum tonn af sætum molum í Lionskrönsum
Mánudagur 21. nóvember 2022 kl. 09:55

Næstum tonn af sætum molum í Lionskrönsum

Lionsklúbburinn Freyja í Keflavík er að fara af stað með árlega sölu á sælgætiskrönsunum nú í aðdraganda jóla. Undanfarnar vikur hafa Lionskonurnar verið að framleiða kransana en þeir eru mikið handverk og tímafrek samsetning. Þá eru kransarnir skreyttir með fallegum slaufum sem byrjað var að hnýta í september.

Næstum tonn af sætindum fer í kransagerðina, súkkulaðimolar og mjúkar karamellur. Molana fær Freyja hjá nöfnu sinni, sælgætisgerðinni Freyju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á næstu dögum og vikum munu Lionskonur úr Freyju fara á milli fyrirtækja og bjóða kransana til sölu en afraksturinn fer allur til góðra líknarmála á Suðurnesjum en kransagerðin hefur verið helsta fjáröflun klúbbsins í tvo áratugi. Klúbburinn hefur hins vegar starfað mun lengur en fyrst hét hann Lionessuklúbbur Keflavíkur en breytti nýverið nafninu í Lionsklúbburinn Freyja.

Lionskonur munu fara á milli fyrirtækja eins og verið hefur og bjóða kransa til sölu ein einnig er hægt að leggja inn pantanir í síma 895 1229 (Gunnþórunn) og 866 3799 (Margrét). Kransinn kostar 8000 krónur.