Næstu vikurnar verður aðallega ferðast innanhúss
Ragnar Sigurðsson er eigandi AwareGo, sem er fyrirtæki í netöryggislausnum. Hann segist ánægður með hversu margir hafi tekið COVID-19 alvarlega. Hann vinnur í dag heiman frá sér og hundurinn á heimilinu er ánægður með að nú sé alltaf líf í húsinu. Ragnar svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta um ástandið.