ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Mannlíf

Nærri 20.000 gestir á opnum Ásbrúardegi
Föstudagur 23. apríl 2010 kl. 17:56

Nærri 20.000 gestir á opnum Ásbrúardegi

Á sumardaginn fyrsta var opinn dagur á Ásbrú. Fyrirtæki á svæðinu tóku höndum saman og kynntu starfssemi sína. Gríðarlegur fjöldi heimsótti svæðið og sannarlega var mikið um að vera.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Strax um hádegi byrjaði fólk að streyma að og eftir því sem leið á daginn jókst umferðin. Um tíma má segja að hafi verið örtröð á Ásbrú – slík var umferðin. Með samstilltu átaki allra aðila tókst þó að greiða vel úr og var ekki annað að sjá en fólk væri ánægt með það sem í boði var. Bylgjan var með beina útsendingu úr Keili. Fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu renndu suðureftir og þá létu Suðurnesjabúar sig ekki vanta.


Mikill áhugi virtist á námi Keilis og hinum rómuðu íbúðum á Ásbrú. Fjölskylduratleikurinn teygði leiki sína um Ásbrúarsvæðið með góðri þátttöku og góðir vinningar í boði. Söguferðir með SBK um Ásbrú hrifu marga sem aldrei höfðu komið inn á þetta svæði áður. Baseball félög af höfuðborgarsvæðinu tóku fyrstu æfingu ársins utandyra, fornbílar spókuðu sig við Top of the Rock, Landhelgisgæslan „bjargaði“ flugfreyjum Keilis með þyrlu. Ny´ju vélmenni Keilis voru kynnt, efnafræðingur bjó til „kreppusælgæti“ og fjölmörg fyrirtæki hér á Ásbrú kynntu sig.


Stærsti slökkvibíll í heimi ásamt lögreglu-, sjúkra-, eiturefna- og körfubíl vöktu verðskuldaða athygli utan við Atlantic Studios en inni sló Karnival með alls kyns leiktækjum og annarri skemmtun algjörlega í gegn. Þar var örtröð um tíma en börn jafnt sem fullorðnir skemmtu sér einstaklega vel og allt fór vel fram.


Opinn dagur á Ásbrú er kominn til að vera. Talið er að hátt í 20.000 manns hafi sótt kynningar og skemmtanir þennan dag. Aðstandendur vilja þakka öllum sem lögðu hönd á plóg fyrir frábært samstarf. Áhersla er lögð á að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Gestir og sy´nendur virðast hafa náð því marki. Undirbúningur að Opnum degi á næsta ári er þegar hafinn.


Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson - fleiri myndir í myndasafni hér á vf.is

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25