Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Næringarefnameðferð við sveppasýkingum
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 14:51

Næringarefnameðferð við sveppasýkingum

Sveppasýkingar eins og t.d. „candida“ verða æ algengari. Ein ástæða sem fólki sést oft yfir varðandi þetta  er hin aukna sýklalyfjanotkun (oft þrisvar á ári) en sýklalyfin raska jafnvægi gerlanna í þarmaflórunni og orsaka því oft þarmatruflanir.

Á meðan þessu jafnvægi líkamans er ekki raskað eru gersveppir ekki skaðlegir. Ef fyrir eru meltingartruflanir versna þær við sykur- og áfengisneyslu. Hver einasti bakari veit að sykur nærir gerið. Þegar sjúklingi eru gefin lyf við svepaasýkingum til dæmis candida án þess að vera um leið ráðlagt að forðast einfalt kolvetni eins og sykur, hveiti og áfengi er vafasamt að   lyfjameðferð in borgi  sig. Það hafa fyrir  löngu  verið færð  vísindaleg rök fyrir því að 
mannfólkið sé af tveimur tegundum , önnur má borða sætan mat svo og næringu sem er nálæg sólu. Hin má borða súran mat svo og næringu sem kemur beint úr jörðu t.d. kartöflur og rætur þessi tegund tengist tunglinn.

Fái húð, neglur og hár ekki nóg sink er hætta á að þar komi fram sveppasýking.  Fólk sem þjáist af langvarandi sjúkdómum eins og blóðleysi og sykursýki fær gjarnan sveppasýkingar því veikt ónæmiskerfi getur ekki varið sig nægi  lega vel . Vegna þessa er candida oft að finna í næringu viðkvæmra einstaklinga. Mjólkuróþol sem oft hefur astma og exem í för með sér tengist stundum sveppasýkingum. Hina þekktu mjólkurskán er hægt að koma í veg fyrir með því að forðast allar mjólkurafurðir og auka kalsíumneyslu. 

Munnangur sem oft kemur fram hjá börnum er einfaldlega hægt að losna við með því að skola munnin með tei úr íslenskum fjallagrösum og með því að forðast allt sætt sem og mjólkurafurðir.

Reykingafólk er í sérstökum áhættuhópi varðandi sveppasýkingar, aðeins ein sígaretta getur þrengt slagæðarnar um einn fjórða. Því þarf að gæta vel að öllum næringarefnum sem eiga að sjá um betra blóðstreymi þegar um meðferð við sveppasýkingu er að ræða. C, E og B- vítamín sem og bioflavo sem eru í bókhveiti og ávöxtum þarf að neyta í auknum mæli.

Hin daglega næring er mikilvæg og fólk býr við mismunandi mikið streituálag hvort sem er líkamlegs eða andlegs eðlis en maðurinn hefur í seinni tið  lært að treysta náttúrulækninum eða lækninum sínum varðandi það að fá góða  yfirsýn og meðhöndlum varðandi sýklalyfjameðferð.

Birgitta Jónsdóttir Klasen
Höfundir er  nátturulæknir, sálfræðingur og rithöfundur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024