Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Næring fyrir börn - ókeypis fyrirlestur í Íþróttaakademíunni
Þriðjudagur 7. nóvember 2006 kl. 14:57

Næring fyrir börn - ókeypis fyrirlestur í Íþróttaakademíunni

Í kvöld klukkan 20.00 verður ókeypis fyrirlestur í Íþróttaakademíunni um næringu fyrir börn.

Farið verður í gegnum út á hvað lífræn ræktun gengur og hvers vegna gæði matvæla skipta svo miklu máli. Einnig er farið yfir það hvaða matvæli og næringarefni eru barninu mikilvægust eða eigi að útiloka/ nota í hófi.

Allir sem koma á fyrirlesturinn fá greinargott uppflettirit sem ætti að koma hverju foreldri að góðum notum, sem og leiðbeiningar um hvaða hráefni er best að nota.

Fyrirlesari verður Hildur Guðmundsdóttir, eigandi Yggdrasil en hún hefur áralanga reynslu í fæði barna sem og menntun í uppeldi barna. 
Eftir fyrirlesturinn fá þátttakendur leiðbeiningar um val á heilsufæði úr hillum verslana. Þá gefst einnig tækifæri til frekari spurninga og spjalls.

Fyrirlesturinn er hluti af framtaki Íþróttaakademíunnar en fyrsta þriðjudaginn í hverjum mánuði gefst bæjarbúum tækifæri til að sækja ókeypis fyrirlestur um næringu og hreyfingu sér til fræðslu og skemmtunar.

Takið frá þriðjudaginn 5.desember en þá kemur Guðjón Bergmann til okkar og heldur fyrirlestur um jólastress.

Nánar á www.akademian.is

Vonumst til þess að sjá sem flesta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024