Nær uppselt á viðburði í Hljómahöll
Mikið líf komið í húsið - segir Tómas Young.
„Það er að verða uppselt á bæði Mið-Ísland í Stapa og KK í tónleikasalnum Bergi. Það er mjög skemmtilegt að sjá hversu mikið líf er komið í húsið,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar. Tómas er hæstánægður með viðtökur gesta undanfarnar vikur og mánuði.
Heimafólk og aðkomufólk virðist vera duglegt að sækja ýmsa ólíka viðburði í Hljómahöll og hún er þegar farin að skipa stóran sess í menningar- og listalífi Suðurnesjamanna.
Hér má sjá viðburði sem framundan eru í fjölbreyttum salarkynnum Hljómahallar.