Leikfélag Kef nóv. 25
Leikfélag Kef nóv. 25

Mannlíf

Nær aldargamlar ljósakrónur eins og nýjar eftir 400 klukkustunda endurbætur
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 21. september 2019 kl. 14:31

Nær aldargamlar ljósakrónur eins og nýjar eftir 400 klukkustunda endurbætur

Ljósakrónur Keflavíkurkirkju hafa gengið í endurnýjun lífdaga og eru nú eins og nýjar eftir miklar endurbætur sem unnar hafa verið á þeim í sumar m.a. með aðkomu skjólstæðinga Hæfingarstöðvarinnar í Reykjanesbæ. Þeim voru færðar sérstakar þakkir og veittur styrkur upp á tæpa hálfa milljón króna við ljósamessu í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld. Það var á þorranum sem Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Keflavíkurkirkju fékk Hjörleif Stefánsson rafvirkja til að taka að sér endurnýjun á ljósakrónum kirkjunnar. Þær höfðu verið til mikilla vandræða síðustu misseri og perur voru að springa ótt og títt.

Smelltu hér til að skoða innslagið í veftímariti Víkurfrétta.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner